Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða, en sem betur fer hafi niðurföll innanhúss að mestu leyti tekið við vatninu.
Slökkiliðsins beið þó rúmlega tveggja tíma vinna á vettvangi við að hreinsa niðurföll og veita vatninu í réttan farveg.
Ökumann bílsins sem ók á brunanann sakaði ekki, en áreksturinn var þó töluvert harður, enda þarf mikið högg til að losa brunahana með þessum hætti. Brunhaninn er ónýtur.