Tryggir valfrelsi launþega

Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, hafa lagt fram sam­eig­in­lega til­lögu á út­færslu til­greindr­ar sér­eign­ar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra á mánu­dag­inn.

„Við lögðum fram til­lögu sem er í skoðun hjá fjár­málaráðuneyt­inu. Mitt mat er að hún leysi ákveðna áskor­un í tengsl­um við til­greindu sér­eign­ina sem snýr að val­frelsi launþega. Skv. til­lög­unni geta þeir ráðið því hvar þeir ávaxta til­greindu sér­eign­ina, en ágrein­ing­ur hef­ur verið um það und­an­farið,“ seg­ir Hall­dór í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Haft var eft­ir Gylfa í Morg­un­blaðinu 11. nóv­em­ber að vegna óvissu um til­greinda sér­eign hefði ASÍ lagt til að heim­ild sjóðfé­laga til þess að verja 2% viðbótar­fram­lagi í til­greinda sér­eign yrði frestað og að það rynni til sam­trygg­ing­ar þar til óviss­unni yrði eytt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert