Nýjar reglur um drónaflug

Sett hefur verið reglugerð um flug dróna.
Sett hefur verið reglugerð um flug dróna. AFP

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Reglugerðin tekur gildi í dag og gildir um flug fjarstýrðra loftfara á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin eru loftför sem vega minna en 250 grömm.

Samhliða gildistöku reglugerðarinnar hefur Samgöngustofa gefið út kynningarefni um notkun dróna sem hægt er að lesa hér. Er því skipt niður eftir notkun dróna í tómstundaflugi og hins vegar reglur um notkun dróna í atvinnuflugi. 

Meðal annars er vakin athygli á því að umráðendur fjarstýrðra loftfara eru ábyrgir fyrir því að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar og ábyrgir fyrir hugsanlegu tjóni sem hlotist getur af notkun tækisins. 

Reglur um notkun dróna í tómstundaflugi.
Reglur um notkun dróna í tómstundaflugi. Mynd/Samgöngustofa
Reglur um notkun dróna í atvinnuskyni.
Reglur um notkun dróna í atvinnuskyni. Mynd/Samgöngustofa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert