Tryggi góð lífskjör

Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson bregðast við ummælum ræðumanns …
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson bregðast við ummælum ræðumanns í eldhúsdagsumræðunni á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær­kvöld að rík­is­stjórn­in myndi kapp­kosta að skila betra búi en hún tók við í heil­brigðisþjón­ustu, lög­gæslu, hús­næðismál­um, sam­göng­um og fleiri innviðum.

Sagði Katrín að rík­is­stjórn­in legði áherslu á að draga úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga, bæta geðheil­brigðisþjón­ustu og for­varn­ir og byggja upp hjúkr­un­ar­rými. Hún boðaði stór­sókn í mennta­mál­um og sagði að fjár­fram­lög til há­skóla myndu ná meðaltali OECD-ríkj­anna árið 2020 og stefnt yrði á að þau næðu meðaltali Norður­landa fyr­ir árið 2025. Iðnnám, verk- og starfs­nám yrði eflt og rekst­ur fram­halds­skól­anna styrkt­ur.

Katrín ræddi um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og mála­miðlan­ir flokk­anna. „Mark­mið þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar er fyrst og fremst að koma til móts við ákall al­menn­ings um að sú hag­sæld sem hér hef­ur verið á und­an­förn­um árum skili sér í rík­ari mæli til sam­fé­lags­ins,“ sagði hún í ræðunni sem um er fjallað í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert