Innan við sólarhringur í boðað verkfall

Innan við sólarhringur er í það að boðað verkfall flugvirkja …
Innan við sólarhringur er í það að boðað verkfall flugvirkja Icelandair hefjist. mbl.is/Árni Sæberg

Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í samtali við mbl.is.

Fundur samninganefndar stóð til klukkan 21 í gærkvöldi og hefst fundur aftur kl. 13:00 í dag, Halldór segir aðila einfaldlega verða að ná saman til þess að afstýra verkfalli. „Ábyrgð aðila er mikil, og það á líka við um flugvirkjafélagið.“ 

Ertu bjartsýnn á að samningar náist?

„Þetta verður að nást. Nema við ætlum að setja allt úr skorðum í aðdraganda jóla,“ segir Halldór að lokum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert