Ógnvekjandi hvað Trump er ófyrirsjáanlegur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

„Að mörgu leyti stönd­um við öll á önd­inni. Við höf­um verið að horfa á þetta óbæri­lega ástand ára­tug­um sam­an og það er ofsa­lega drama­tískt í alþjóðapóli­tík­inni hvað eitt út­spil Banda­ríkja­for­seta get­ur breytt heims­mynd­inni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í þætt­in­um Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un.

Var hún gest­ur þátt­ar­ins ásamt Loga Ein­ars­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fann­eyju Birnu Jóns­dótt­ur, um­sjón­ar­manni Silf­urs­ins og Silju Báru Ómars­dótt­ur alþjóðastjórn­mála­fræðingi. Þau ræddu um stöðu Trump og nýj­asta út­spil hans, að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­el. Vís­ar Svandís til þess að Trump hafi með yf­ir­lýs­ing­unni gert eld­fimt ástand fyr­ir botni Miðjarðar­hafs enn eld­fim­ara og slegið Banda­rík­in út af borðinu sem sátta­semj­ara í friðarviðræðum Palestínu­manna og Ísra­ela.

Svandís sagði ógn­vekj­andi að fylgj­ast með Trump og áhrif­un­um sem eitt út­spil gæti haft. „Það er það sem við erum að sjá núna með þessa ógn­vekj­andi stöðu, með Don­ald Trump. Hann er ekk­ert venju­leg­ur for­seti, af því það er líka ógn­vekj­andi að upp­lifa hvað hann er ófyr­ir­sjá­an­leg­ur og í raun og veru laus við það að vera í jafn­vægi. Maður upp­lif­ir það ít­rekað.“

Svandís sagði áhuga­vert að velta fyr­ir  sér stöðu Banda­ríkj­anna í þessu sam­hengi. Það hefði verið part­ur af sjálfs­mynd þeirra í gegn­um tíðina að tefla sér fram sem trú­verðugu ríki á alþjóðavett­vangi. Vera í for­ystu um ýmis mál.

„Þarna verður ofsa­legt bak­slag í þessu. Maður velt­ir fyr­ir sér hvers­kon­ar viðmæl­andi Banda­ríkja­for­seti er orðinn yfir höfuð við borðið, hvort sem við erum að tala um Sam­einuðu þjóðirn­ar eða á alþjóðavett­vangi al­mennt, þegar trú­verðug­leik­inn raun og veru tap­ast með svona ít­rekuðum yf­ir­lýs­ing­um.“

Svandís sagði hugs­an­legt að það væri að molna und­an Trump heima fyr­ir og þess vegna þyrfti hann á svona út­spili að halda til að treysta sér bak­land. „Kannski þá með ófyr­ir­séðum út­gjöld­um hinu meg­in, að því er varðar sam­talið við alþjóðasam­fé­lagið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert