Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein af flutningsmönnum frumvarpsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein af flutningsmönnum frumvarpsins. mbl.is/Golli

Helm­ing­ur þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur lagt fram frum­varp um að stimp­il­gjöld af kaup­um ein­stak­lings á íbúðar­hús­næði verði af­num­inn.

Í dag greiða ein­stak­ling­ar 0,8 pró­sent stimp­il­gjald vegna kaupa á íbúðar­hús­næði, utan kaupa á fyrstu íbúð en af þeim er veitt­ur helm­ingsafslátt­ur.
 

Mark­mið frum­varps­ins eru að auðvelda fólki að afla sér íbúðar­hús­næðis og auka skil­virkni og flæði á markaði með íbúðar­hús­næði. Mik­il þörf er á að auðvelda fólki eins og frek­ast er unnt að eign­ast íbúðar­hús­næði, einkum við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja á hús­næðismarkaði,“ seg­ir í greina­gerð með frum­varp­inu.

Frum­varpið leggja fram þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Óli Björn Kára­son, Vil­hjálm­ur Árna­son, Páll Magnús­son, Njáll Trausti Friðberts­son, Ásmund­ur Friðriks­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir og Brynj­ar Ní­els­son. Frum­varpið var lagt fram á bæði síðasta og þar síðasta þingi, en hlaut ekki af­greiðslu. 

Seg­ir í grein­ar­gerð þing­manna að sýnt sé að stimp­il­gjald hafi áhrif til hækk­un­ar fast­eigna­verðs, dragi úr fram­boði og rýri hlut kaup­enda og selj­enda. Verði stimp­il­gjaldið hins veg­ar af­numið þá muni það auðvelda verðmynd­un á hús­næðismarkaði með til­heyr­andi aukn­ingu á fram­boði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert