Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag.
Mbl.is tók saman nokkur tíst.
Catherine Lux finnst flugvirkjar Icelandair sjálfselskir. Hún segir þá einu sem verði fyrir barðinu á verkfallinu vera fólk sem reynir að komast heim til sín fyrir jólin.
The Icelandair mechanics are so selfish! The only people they're affecting with this strike are those trying to get home for Christmas. Actually gonna cry 😢😭 I just want to get home and see my family and friends!
— Catherine Lux* (@luxlifeblog) December 17, 2017
Hönnu Dóru verður hugsað til starfsfólks í þjónustuveri Icelandair, vafalaust hefur mikið mætt á því fólki í dag.
Allir sem eru að vinna i costumer service hjá Icelandair í dag eiga skilið gott klapp a bakið og ískaldan jólabjór!
— Hanna Dóra (@hannadorajons) December 17, 2017
Ian Mercer kallar eftir því að Icelandair upplýsi farþega um framgöngu samningaviðræðna.
@Icelandair please post information about negotiations (are they happening today?) and whether there is any chance this matter will be resolved by Monday.
— Ian Mercer (@ianmercer) December 17, 2017
Arnar Björgvinsson veltir því fyrir sér hvort Icelandair svari aðeins útlendingum á Twitter.
Hvernig er það @Icelandair - eruð þið bara að svara útlendingum eða megum við 🇮🇸 búast við svari fyrir jól? Kær kveðja.
— Arnar Bjorgvinsson (@arnarbjorgvins) December 17, 2017
Kolbrún Helga virðist vera strandaglópur í London og auglýsir eftir samastað.
Þekki ég einhvern í London sem vill lána mér sófa? @Icelandair
— Kolbrún Helga Pálsdó (@kolbrunhelga) December 17, 2017
Sumir eru ánægðir með vinnubrögð Icelandair. Annelies Barentsen er ein þeirra og hún þakkar fyrir reglulega upplýsingagjöf og segir öll flugfélög geta lært af þjónustu Icelandair.
Thank you for your regular information updates @Icelandair Any airline can learn from your customer service! Gleðileg Jól fyrir ykkur! #strike #service #Icelandair
— Annelies Barentsen (@AbarTwitPlace) December 17, 2017
Thomas er svo pirraður að hann útbjó twittersíðu til þess eins að láta í ljós óánægju sína en hann segir þetta verstu reynslu lífs síns af ferðalögum.
Worst travel experience of my life @Icelandair. Created a Twitter account because I’m so frustrated with my flight being cancelled.
— Thomas (@true__critic) December 17, 2017
Gary Chaplin líkir reynslu fjölskyldu sinnar við kvikmyndina vinsælu Planes, Trains & Automobiles frá árinu 1987. Þar er fylgst með vandræðum leikaranna Steves Martins og Johns Candys á leið sinni heim fyrir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.
Brother & family arrive from #Chicago for family Christmas tomorrow.
— Gary Chaplin (@GC_HeadHunter) December 17, 2017
Journey just turned into a scene from @SteveMartinToGo movie, ‘Planes, Trains & Automobiles’ after @Icelandair cancel flights with <12hrs notice due to strikes.
Expecting arrival via @uhaul van with a rock band.