„Flugvirkjar Icelandair eru svo sjálfselskir!“

Ein af flugvélum Icelandair stendur hreyfingarlaus úti á flugbraut í …
Ein af flugvélum Icelandair stendur hreyfingarlaus úti á flugbraut í verkfalli flugvirkja. Ljósmynd/Víkurfréttir

Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag.

Mbl.is tók saman nokkur tíst.

Catherine Lux finnst flugvirkjar Icelandair sjálfselskir. Hún segir þá einu sem verði fyrir barðinu á verkfallinu vera fólk sem reynir að komast heim til sín fyrir jólin.

Hönnu Dóru verður hugsað til starfsfólks í þjónustuveri Icelandair, vafalaust hefur mikið mætt á því fólki í dag. 

Ian Mercer kallar eftir því að Icelandair upplýsi farþega um framgöngu samningaviðræðna. 

Arnar Björgvinsson veltir því fyrir sér hvort Icelandair svari aðeins útlendingum á Twitter. 

Kolbrún Helga virðist vera strandaglópur í London og auglýsir eftir samastað.

Sumir eru ánægðir með vinnubrögð Icelandair. Annelies Barentsen er ein þeirra og hún þakkar fyrir reglulega upplýsingagjöf og segir öll flugfélög geta lært af þjónustu Icelandair. 

Thomas er svo pirraður að hann útbjó twittersíðu til þess eins að láta í ljós óánægju sína en hann segir þetta verstu reynslu lífs síns af ferðalögum.

Gary Chaplin líkir reynslu fjölskyldu sinnar við kvikmyndina vinsælu Planes, Trains & Automobiles frá árinu 1987. Þar er fylgst með vandræðum leikaranna Steves Martins og Johns Candys á leið sinni heim fyrir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert