Nauðsynlegt að funda til þrautar

Halldór segir flugvirkja þurfa að átta sig á þeirri línu …
Halldór segir flugvirkja þurfa að átta sig á þeirri línu sem ekki verður farið yfir.

Nauðsyn­legt er að funda í kjara­deilu flug­virkja í dag seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka At­vinnu­lífs­ins. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hef­ur ekki verið boðað til fund­ar á ný.

„Menn verða að ná sam­an í dag, það bara verður að vera fundað og fundað til þraut­ar,“ seg­ir hann. „Það er ekki hægt að setja plön tugþúsunda manna í upp­nám í aðdrag­anda jóla. “

Hall­dór seg­ir aug­ljóst að deiluaðilar séu ekki að ná sam­an og ít­rek­ar fyrri orð sín um að launakröf­ur flug­virkja séu óraun­hæf­ar með öllu. Hann seg­ir að komið hafi verið til móts við flug­virkja að mörgu leyti en til staðar sé lína sem ekki verður farið yfir.

„Þeir þurfa bara að átta sig á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert