Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar kemur fram að ekki hafi verið boðað til annars fundar. Á vef Isavia kemur fram að aflýst hafi verið flugi til Glasgow sem fara átti í loftið klukkan 7:35 og eins flugi til Parísar, Berlínar og Amsterdam sem átti að fara klukkan 7:40. Flugi til London klukkan 7:45 hefur verið aflýst og flugi til Birmingham og Ósló klukkan 7:50.
Vél sem átti að koma til Keflavíkurflugvallar frá New York Newark flugvelli klukkan 6:15 var aflýst en önnur flugvél Icelandair frá JFK flugvellinum í New York er á áætlun á sama tíma. Bæði flugi frá Washington og Chicago var aflýst en flugvélar áttu að koma þaðan til Keflavíkur á sjöunda tímanum í morgun.
Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í gærmorgun eftir að fyrri samningafundi hafði verið slitið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða, en mikil óánægja var meðal flugfarþega sem kvörtuðu margir hverjir yfir slakri upplýsingagjöf frá félaginu. Þá lá símkerfi Icelandair niðri um stund auk þess sem fyrirspurnum og kvörtunum rigndi yfir flugfélagið á samfélagsmiðlum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þrátt fyrir þetta hafi almennt gengið vel að finna lausn á málum farþega. „Við höfum bætt við flugferðum auk þess sem hluti farþega hefur verið sendur á hótel. Þá er unnið að því að finna ný flug fyrir farþega sem ætluðu sér að nota Keflavíkurflugvöll sem millilendingu,“ segir Guðjón.
Verkfallið gæti haft áhrif á um 10.000 flugfarþega á degi hverjum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lagasetningu þó ekki koma til greina og vonar að deiluaðilar nái saman sem fyrst. „Eins og komið hefur skýrt fram hjá samgönguráðherra, sem fer með þennan málaflokk, þá höfum við ekki í hyggju að skipta okkur af þessari deilu. Deiluaðilar verða að leysa málin sjálfir og við vonum svo sannarlega að það takist sem allra fyrst. Lagasetning kemur ekki til greina,“ segir Katrín.
Af vef Icelandair:
Það er ljóst að mikil röskun hefur orðið á flugáætlun okkar og biðjumst við innilegrar afsökunar á löngum biðtíma þegar haft er samband við þjónustuver okkar. Við erum að reyna að svara öllum eftir fremsta megni og setjum við inn allar upplýsingar um breytingar á flugáætlun okkar um leið og þær berast.
Athugið að breytingar hjá okkur eru að gerast með skömmum fyrirvara því miður og biðjum við ykkur því um að fara ekki upp á flugvöll nema vera viss um að flugið ykkar sé staðfest.
Aðstoð við endurbókun
Við erum einnig að einblína á alla þá viðskiptavini þar sem flugi þeirra hefur verið aflýst og gera okkar besta til að setja þá á ný flug. Þegar viðskiptavinur hefur verið endurbókaður eða settur á nýtt flug þá fær hann sendar nýja flugáætlun á netfang sem skráð er í bókun. Þar sem svartími getur verið langur á netspjalli og Facebook Messenger, þá mælum við með að farþegar sem hafa ekki fengið nýja ferðaáætlun sendi okkur bókunarnúmer, tölvupóstfang og farsíma númer og við munum senda uppfærðar upplýsingar eins fljótt og mögulegt er.
Ef spurningar vakna er fljótlegast að hafa samband við okkur í gegnum spjall á vefsíðu okkar (Live chat). Einnig er hægt að hafa samband á Facebook Messenger m.me/icelandair eða með því að hringja í síma 50 50 100.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum kærlega sýndan skilning.
New Flights in our System, Monday, December 18:
Flight FI219 from Copenhagen. Estimated departure is 02:00 local time
Cancellations, Monday, December 18:
Flight FI680 from Seattle to Keflavik has been canceled
Flights FI542 and FI543 to and from Paris Charles de Gaulle have been canceled. Passengers going to/from Iceland will be travelling through Paris Orly.
Flights FI528 and FI529 to and from Berlin Tegel (TXL) have been canceled
Flights FI470 and FI471 to and from London Gatwick (LGW) have been canceled
Flights FI318 and FI319 to and from Oslo Gardemoen (OSL) have been canceled
Flights FI500 and FI501 to and from Amsterdam Schiphol (AMS) have been canceled
Flights FI430 and FI431 to and from Glasgow (GLA) have been canceled
Flights FI494 and FI495 to and from Birmingham BHX have been canceled