Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

Fjölda flugferða Icelandair hefur verið aflýst vegna verkfallsins.
Fjölda flugferða Icelandair hefur verið aflýst vegna verkfallsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda.

Hann býst við því að næsti fundur verði haldinn seinnipartinn í dag en getur þó ekkert staðfest enn. „Við reynum eitthvað áfram.“

Magnús segir að fundurinn í nótt hafi staðið yfir til fjögur, hálffimm. Hann segist ekki hafa lagt fram sáttatillögu í deilunni, þrátt fyrir umræðu þess efnis í morgun. „Þetta voru allt saman óformlegar þreifingar,“ segir hann um fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert