66,7% styðja ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin sem tók við völdum í þessum mánuði nýtur mikils …
Ríkisstjórnin sem tók við völdum í þessum mánuði nýtur mikils stuðnings samkvæmt nýrri könnun MMR. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings samkvæmt nýrri könnun MMR. 66,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Í fréttatilkynningu MMR kemur fram að aldrei hefur ríkisstjórn notið meiri stuðnings frá hruni. Færri segjast þó myndu kjósa ríkisstjórnarflokkana, eða rúm 48%.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka eða 23,2%. Næst komu Samfylking með 16,8% og Vinstri græn með 16,7%.

Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 8,5% og mældist 9,5% í síðustu könnun.

Píratar bæta við sig 4,2 prósentustigum milli mælinga en Flokkur fólksins tapar 4,7 prósentustigum.

Könnunin var framkvæmd 12.-15. desember 2017 og var heildarfjöldi svarenda 923 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert