Ánægður með lengd samningsins

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að vonum sáttur við að samningar hafi náðst við Flugvirkjafélag Íslands í nótt í kjaradeilunni vegna Icelandair.

„Það er ánægjulegt að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu,“ segir hann en viðræðurnar höfðu staðið yfir síðan í júlí.

Mál­inu var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 8. sept­em­ber en samn­ing­ar flug­virkja við Icelanda­ir og fleiri aðila runnu út 31. ág­úst.

Samningurinn er til 28 mánaða, að sögn Halldórs. „Það er ánægjulegt að það sé hægt að loka þessu í svona langan tíma.“

Næsta skref er að kynna samninginn fyrir félagsmönnum í Flugvirkjafélagi Íslands, þar sem greidd verða atkvæði um hann.

Alls starfa 280 flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir og í heild­ina eru rúm­lega 500 flug­virkj­ar í Flug­virkja­fé­lagi Íslands.

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert