Eru í sambandi við Atla Rafn

Birna Hafstein, formaður FÍL.
Birna Hafstein, formaður FÍL.

Mál Atla Rafns Sigurðarsonar er á borði félags íslenskra leikara en það staðfestir Birna Hafstein, formaður félagsins, við mbl.is. Atli sagði fyrr í dag að hann vissi ekki hverjar ásakanirnar á hendur honum væru en hann var rekinn frá Borgarleikhúsinu.

Áður hafði verið greint frá því að brottrekst­ur­inn komi til vegna nafn­lausra ásak­ana á hend­ur hon­um sem tengj­ast #met­oo-umræðunni.

„Við erum í sambandi við Atla Rafn og aðstoðum okkar félagsmenn eftir öllum mætti í hvert skipti sem eitthvað kemur upp,“ sagði Birna.

„Varðandi brottrekstrarsök þá vísa ég alfarið á Borgarleikhúsið,“ bætti Birna við.

Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi Borgarleikhússins, sagði fyrr í dag að leik­húsið hygð­ist ekki tjá sig um ástæður upp­sagn­ar­inn­ar þar sem hún lyti að per­sónu­leg­um mál­efn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert