Laun biskups hækka

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frá og með 1. janú­ar 2017 skulu mánaðarlaun bisk­ups verða rétt tæp­ar 1,2 millj­ón­ir króna auk 40 fastra yf­ir­vinnu­ein­inga. Hver ein­ing er 9.572 krón­ur og laun bisk­ups því alls 1.553.323 krón­ur á mánuði. Þetta er sam­kvæmt úr­sk­urði kjararáðs.

Kjararáði barst bréf dag­sett 20. ág­úst 2015 frá bisk­upi Íslands. Í bréf­inu er þess óskað að kjararáð end­ur­meti launa­kjör bisk­ups Íslands með hliðsjón af ábyrgð og um­fangi embætt­is­ins.

Seg­ir í bréf­inu að bisk­up­sembættið sé eitt af æðstu embætt­um lands­ins og skipi for­seti Íslands í það embætti.

Með ákvörðun kjararáðs frá 19. júní 2007 voru laun bisk­ups Íslands felld að sömu launa­töflu og gilti fyr­ir aðra emb­ætt­is­menn sem kjararáð ákveður laun, en áður heyrði und­ir Kjara­dóm að ákveða bisk­upi laun.

Launa­hækk­un bisk­ups er aft­ur­virk til 1. janú­ar 2017 og fær bisk­up því ein­greiðslu upp á 3,2 millj­ón­ir fyr­ir árið um næstu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert