Sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu

Frumsýningu Medeu sem átti að vera 29. desember hefur verið …
Frumsýningu Medeu sem átti að vera 29. desember hefur verið frestað í Borgarleikhúsinu.

Einum af aðalleikurum leiksýningarinnar Medeu hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu.

Frumsýningu Medeu hefur verið frestað af þeim sökum en hún átti að vera 29. desember.

„Ákvörðun um uppsögnina var vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynnt verður síðar um nýja dagsetningu vegna Medeu, sem er í þýðingu og leikgerð Hrafnhildar Hagalín og leikstjórn Hörpu Arnardóttur.

Samkvæmt heimildum Vísis var Atla Rafni Sigurðarsyni vikið frá störfum vegna ásakana í tengslum við #Metoo-byltinguna. 

Hvorki náðist í Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra né Atla Rafn við vinnslu fréttarinnar. 

Fram kemur í svari Vignis Egils Vigfússonar, markaðsfulltrúa Borgarleikhússins, við fyrirspurn mbl.is að leikhúsið hyggist ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem hún lúti að persónulegum málefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert