Sigríður bregst við dómi Hæstaréttar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ætlar setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara.

Með þessum hætti hyggst hún bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar sem féllst í dag á miskabótakröfur hæstaréttarlögmannanna Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar vegna skipunar við Landsrétt, sem samtals nemur 1,4 milljónum kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 

Eins og fram hefur komið sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af skaðabótakröfu þeirra. Áður hafði Hæstiréttur vísað frá dómi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar en sú krafa laut að ógildingu þeirrar ákvörðunar dómsmálaráðherra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skipaðir í embætti dómara við Landsrétt.

„Niðurstaða Hæstaréttar kveður á um að lagðar eru ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti. Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum,“ segir dómsmálaráðherra í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert