Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottrekstrar hans frá Borgarleikhúsinu. Þar kemur fram að brottreksturinn komi til vegna nafnlausra ásakana á hendur honum sem tengjast #metoo-umræðunni.
„Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir hann í yfirlýsingunni.
„Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.“