Vill að nafnlaus áróður verði rannsakaður

Hluti af áróðrinum frá kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar.
Hluti af áróðrinum frá kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar. Ljósmynd/Facebook

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlausra auglýsinga sem birtu áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Þorgerðar en hún spurði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um málið á Alþingi í dag.

Við urðum þess áþreifanlega vör, og þetta er þróunin almennt í Evrópu, líka vestanhafs, að í kosningabaráttunni er settur fram áróður, oft og tíðum mjög ómálefnalegur, til að hafa áhrif á kjósendur,“ sagði Þorgerður í þingsal.

Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif,“ sagði Þorgerður. Hún telur rétt að Ríkisendurskoðun rannsaki síðustu kosningar. Málið sé stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, þetta varði framtíð Íslands.

Katrín sagðist hafa í hyggju að óska eftir því við við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir settust sjálfir, eða tilnefndu aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. 

Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist vita til þess að framkvæmdastjórar flokkanna hefðu verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert