Vill rannsókn á ákvörðunum og verklagi dómsmálaráðherra

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, óskar eftir því að stjórnskipunar- …
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, óskar eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd haldi áfram rannsókn á ákvörðunum og verklagi dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í dag hef­ur Sig­ríður Á. And­er­sen verið í Hæsta­rétti fund­in brot­leg við lög um skip­an dóm­ar­anna, svo ég óska eft­ir að því að nefnd­in komi sam­an til að klára ákvörðun um rann­sókn á skip­an dóms­málaráðherra í Lands­rétt,“ seg­ir í beiðni frá Jóni Þóri Ólafs­syni, þing­manni Pírata, til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Í beiðni þing­manns­ins seg­ir að Pírat­ar hafi í vor kallað eft­ir rann­sókn á ákvörðunum og verklagi Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra við skip­un dóm­ara í Lands­rétt. Þá hafi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd frestað þeirri rann­sókn sök­um þess hún gæti truflað dóms­mál gegn dóms­málaráðherra.

Nú sé því dóms­máli lokið og ósk­ar Jón Þór því eft­ir að nefnd­in komi sam­an „til að klára ákvörðun um rann­sókn á skip­an dóms­málaráðherra í Lands­rétt.“

Vís­ar hann í Lög um þingsköp Alþing­is er að lúta að hlut­verki stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þar sem seg­ir: „Nefnd­in skal einnig hafa frum­kvæði að því að kanna ákv­arðanir ein­stakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að at­huga á grund­velli þess eft­ir­lits­hlut­verks sem Alþingi hef­ur gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­inu. Komi beiðni um slíka at­hug­un frá a.m.k. fjórðungi nefnd­ar­manna skal hún fara fram. Um at­hug­un sína get­ur nefnd­in gefið þing­inu skýrslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert