Vopnaðir og dópaðir í innbrotshugleiðingum

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lög­regl­an fékk ábend­ingu um menn sem vænt­an­lega væru í inn­brots­hug­leiðing­um í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur um fjög­ur í nótt.

Menn­irn­ir reynd­ust vera með eggvopn og fíkni­efni á sér sem lög­regl­an lagði hald á. Ekki fara sög­ur af því hvort menn­irn­ir höfðu brot­ist inn ein­hvers staðar.

Skömmu eft­ir miðnætti var maður hand­tek­inn vegna lík­ams­árás­ar á knæpu í Hafnar­f­irði og er málið í rann­sókn lög­reglu. 

Að öðru leyti var ró­legt hjá lög­reglu en 16 verk­efni komu á borð henn­ar í nótt, seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert