„Leiðréttingar eftir 12 ára kyrrstöðu“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um niðurstöðuna í úrskurði kjararáðs um launakjör í prestastétt. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir hún á vefsíðu biskupsembættisins. 

Agnes bætir við að prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsumhverfi og starfsskyldum presta og biskupa. Á meðal gagna sem voru lögð fram voru lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann hafi unnið að beiðni félagsins.

„Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert