„Leiðréttingar eftir 12 ára kyrrstöðu“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, seg­ir það ekki í sín­um verka­hring að tjá sig um niður­stöðuna í úr­sk­urði kjararáðs um launa­kjör í presta­stétt. „Eðli­legt er þó að benda á að um er að ræða kerf­is­breyt­ing­ar og launa­leiðrétt­ing­ar eft­ir tólf ára kyrr­stöðu að und­an­skil­inni kjara­skerðingu hjá presta­stétt­inni á ár­inu 2009,“ seg­ir hún á vefsíðu bisk­up­sembætt­is­ins. 

Agnes bæt­ir við að presta­fé­lag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyr­ir starfs­um­hverfi og starfs­skyld­um presta og bisk­upa. Á meðal gagna sem voru lögð fram voru lýs­ing á dag­leg­um verk­efn­um bisk­ups Íslands sem hann hafi unnið að beiðni fé­lags­ins.

„Niðurstaða ít­ar­legr­ar skoðunar og end­ur­mats kjararáðs á starfs­kjör­um bisk­upa og presta ligg­ur nú fyr­ir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ým­issa breyt­inga og leiðrétt­inga. Að öðru leyti mun bisk­up Íslands ekki tjá sig um niður­stöðurn­ar né svara fyr­ir­spurn­um um per­sónu­lega af­stöðu sína til þeirra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert