Gagnrýnir ómálefnaleg viðbrögð Jakobs

Jakob Frímann Magnússon, stórnarformaður STEFs.
Jakob Frímann Magnússon, stórnarformaður STEFs. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn Tónskáldafélags Íslands hefur lýst yfir verulegum vonbrigðum með viðbrögð Jakobs Frímanns Magnússonar, stjórnarformanns STEFs, við kæru Hjálmars H. Ragnarssonar vegna ráðningar í stöðu forstöðumanns rekstrarsviðs samtakanna.

Í færslu á facebooksíðu félagsins er vísað í ummæli Jakobs Frímanns í viðtali á mbl.is 19. desember. Eru þau sögð ómálefnaleg, lítilsvirðandi og á engan hátt samtökunum sæmandi.

Frétt mbl.is: Ráðning Stebba Hilmars kærð

Málið snýst um ráðningu Stef­áns Hilmarssonar í starf for­stöðumanns rekstr­ar­sviðs STEFS. Tilkynnt var um ráðninguna í sept­em­ber en Hjálm­ar H. Ragn­ars­son, fyrsti rektor Lista­há­skóla Íslands og fyrr­ver­andi formaður Tón­skálda­fé­lags Íslands, kærði hana til full­trúaráðs STEFs í októ­ber, m.a. á þeim grund­velli að Stefán væri van­hæf­ur til starfs­ins sök­um per­sónu­legra hags­muna þegar kæmi að inn­heimtu og út­hlut­un höf­und­ar­rétt­ar­tekna. 

Full­trúaráð STEFs hafnaði kærunni á fundi sín­um síðastliðinn mánudag. 

Jakob Frímann tjáði sig um kæruna í viðtali við mbl.is í vikunni þar sem hann sagði meðal annars: 

„Það að ein­hverj­um ein­um litl­um höf­undi detti í hug að gera at­huga­semd við hver er ráðinn sem skrif­stofumaður, eða sem bók­hald­ari, eða sem send­ill, það varðar mig bara ekk­ert um. Og bið þá hina sömu að finna sér eitt­hvað betra til, kannski reyna að semja ein­hver al­menni­leg lög.“

Tónskáldafélagið telur ummælin á engan hátt samtökunum sæmandi.

Færsla Tónskáldafélagsins á Facebook:

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert