Rafmagnsstrætisvagnarnir dýrir

Auka á notkun umhverfisvænna orkugjafa hjá Strætó.
Auka á notkun umhverfisvænna orkugjafa hjá Strætó. mbl.is/​Hari

Það er mikið hagsmunamál fyrir Stætó bs. að felldur verði niður virðisaukaskattur af innflutningi á rafmagnsvögnum og öðrum vögnum, sem nota umhverfisvæna orkugjafa.

Þetta kemur fram í umsögn, sem Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um frumvarp um tekjuöflun ríkisisins á næsta ári.

Strætó á von á 9 rafmagnsvögnum sem áformað er að taka í notkun á næsta ári. Innkaupsverð vagnanna er um 566 milljónir króna með virðisaukaskatti. Að auki þarf Strætó að ráðast í ákveðna innviðauppbyggingu vegna komu rafmagnsvagna, t.d. styrkja heimtaugar í bækistöð, byggja sérstakar hleðslustöðvar og koma upp hraðhleðslustöðvum við endastöðvar leiða eða á leiðum. Segir Jóhannes að samanlagt sé þetta kostnaður upp á tugi milljóna króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert