Skoða riftun kjarasamninga

Kjaramálin verða í brennidepli á Íslandi á komandi ári.
Kjaramálin verða í brennidepli á Íslandi á komandi ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir sambandið munu taka ákvörðun um það í febrúar hvort kjarasamningum verði rift. Miklar launahækkanir kjararáðs eigi þátt í að forsendur samninganna séu brostnar.

Tilefnið er m.a. nýir úrskurðir kjararáðs til handa prestum, próföstum, vígslubiskupum og biskup. „Geta okkar til að láta þetta hjá líða þverr með því að kjararáð heldur uppteknum hætti og skenkir æðstu embættismönnum okkar miklu meiri hækkanir en öðrum.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi framgöngu nýrrar ríkisstjórnar gera sér erfitt fyrir. Hljóðið hafi verið þungt í mönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert