Staðfestir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Standard og Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs.
Matsfyrirtækið Standard og Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Matsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í erlendum og innlendum gjaldmiðlum.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðuneytisins kemur fram að staðfestingin sé í samræmi við birtingarátælun Standard og Poor's. 

„Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun matsfyrirtækisins að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti líkunum á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. 

Hér má lesa tilkynningu S&P Global Ratings um lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert