Iðnnemar fá dvalarleyfi

Breytingar voru gerðar á lögum um útlendinga á Alþingi í gær og bætt við ákvæði um að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi vegna iðnnáms og viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi.

Líkt og fram kom á mbl.is í október fékk ung víet­nömsk kona sem hef­ur starfað á veit­ingastaðnum Naut­hól í tvö ár  að vita að henni verði vísað úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um það í útlendingalögum að iðnnemar fengju dvalarleyfi til þess að stunda hér nám. 

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra hafði á þeim tíma enga skýr­ingu á því hvers vegna breyt­ing­ar voru gerðar á út­lend­inga­lög­um þess efn­is að þeir sem stunda iðnnám fá ekki leng­ur dval­ar­leyfi hér­lend­is aðra en að um ónákvæmt orðalag hafi verið að ræða.

Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla á Alþingi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert