Skjálftahrina í Henglinum

Skjálfti upp á 3,4 stig varð á Hengils­svæðinu skömmu fyr­ir sex í morg­un. Skömmu áður hafði ann­ar skjálfti upp á 3 stig riðið yfir á sömu slóðum. Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið, all­ir minni en 2 að stærð.

Eng­inn órói fylgdi skjálftun­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá jarðvár­sviði Veður­stofu Íslands. Jarðskjálft­ar eru al­geng­ir á þess­um slóðum.

Upp­fært klukk­an 8:35

Til­kynn­ing­ar hafa borist um að stærri skjálft­inn hafi fund­ist í Hvera­gerði og á höfuðborg­ar­svæðinu. Nokkr­ir minni skjálft­ar fylgdu í kjöl­farið. Flest­ir skjálft­anna eru á um 4-5 km dýpi, seg­ir í til­kynn­ingu frá jarðvár­sviði Veður­stof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert