Hinseginvænn hátíðarkvöldverður

mbl.is/Ómar

Í kvöld munu Sam­tök­in ´78 standa fyr­ir hinseg­in aðfanga­degi í hús­næði sínu að Suður­götu 3. Um er að ræða hinseg­in­væn­an viðburð þar sem þeir sem vilja geta komið og fengið hátíðamat og átt góða stund.

Guðmunda Smári Veig­ars­dótt­ir stend­ur fyr­ir viðburðinum annað árið í röð. „Ég mæti á svæðið rétt fyr­ir klukk­an fimm og byrja að elda og þá sem lang­ar geta mætt og hjálpað til við und­ir­bún­ing. Við bara erum þarna og höf­um hátíðlegt og byrj­um að borða og kynn­ast og spjalla. Svo göng­um við frá eft­ir mat­inn, í fyrra fór­um við svo að spila.“

Guðmunda seg­ir að í fyrra hafi um 10 manns mætt og býst við svipuðum fjölda í ár. „Það eru reynd­ar ívið fleiri sem ég veit af því að ætli að mæta í ár. Þetta verður hátíðlegt og það eru bara all­ir vel­komn­ir. Þetta er hinseg­in­vænt um­hverfi og bara kósý og þægi­legt. Trú er vel­kom­in en við erum ekk­ert að gera út á hana neitt.“

Eft­ir mat­inn verður svo hald­inn lít­ill jóla­gjafa­leik­ur, og þeir sem tök hafa á geta komið með gjöf upp á 1.000 til 2.000 krón­ur. „Svo erum við búin að kaupa nokkr­ar gjaf­ir þannig það á ekki að þurfa að vera neitt mál þó fólk hafi ekki tök á því eða gleymi því.“

Fjöl­breytt­ar aðstæður hinseg­in fólks

Aðstæður hinseg­in fólks yfir hátíðarn­ar seg­ir Guðmunda fjöl­breytt­ar. Héð seg­ir erfitt fyr­ir suma að mæta í fjöl­skyldu­boð þar sem ekki all­ir hafi nöfn og for­nöfn á hreinu. „Svo eiga sum­ir nátt­úru­lega ekki endi­lega aðstand­end­ur að. Ein­hverj­ir sem koma frá út­lönd­um hafa þurft að slíta öll tengsl við fjöl­skyld­una af því hún sætt­ir sig ekki við að þau séu hinseg­in. Svo eign­ast fólk kannski fjöl­skyldu, en þetta bygg­ir svo­lítið á hug­mynd­inni um „chosen family“. Hún hef­ur alltaf verið sterk hérna á Íslandi en meira kannski áður en hún er núna því við erum orðin svo­lítið opn­ari en við vor­um.“

Guðmunda seg­ir Sam­tök­in hafa staðið fyr­ir svipuðum viðburðum í gegn um tíðina, en nú sé þetta ein­fald­lega orðið form­legt. „Í gamla daga var mat­ur sem öll­um var boðið þannig það var eng­inn einn af því hann var hinseg­in hérna þegar Sam­tök­in voru stofnuð og lengi vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert