Hvít jól um allt land nema SV-hornið

Það verða að öllum líkindum hvít jól um allt land, …
Það verða að öllum líkindum hvít jól um allt land, nema á SV-horni landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verða líklegast hvít jól um allt land nema við sunnanverðan Faxaflóa, það er á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Enn er þó smá von um að það falli nokkur snjókorn í dag, en það er þó nokkuð ólíklegt. Þetta segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is, en hann bætir við að íbúar Vestmannaeyja fái líka snjó, en því sé ekki alltaf að skipta að þeir fái hvít jól.

Daníel segir ferðaveður nokkuð gott á landinu í dag. Snjór sé víða á vegum um landið, bæði á Suður- og Norðurlandi. Veðurspáin sé keimlík þeirri sem var í gær, nema það sé minni úrkoma og vinur í kortunum í dag og í gær þá lokuðu ekki heiðar. „Það gæti samt orðið þungfært á sumum vegum,“ segir Daníel.

Hann segir norðanáttina nokkuð ákveðna yfir landinu, en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður 10-18 m/s, víða él og frost á bilinu 0 til 7 gráður. Á morgun er gert ráð fyrir 8-13 m/s og bjartviðri sunnan heiða, annars éljum. Frost á bilinu 2 til 10 gráður, kaldast í innsveitum. Með kvöldinu á morgun má gera ráð fyrir að aðeins bæti í vind við norðurströndina.

Á Vestfjörðum, þá einkum á Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum er einnig nokkur éljagangur og má gera ráð fyrir honum fram eftir degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert