Stefna á að selja þúsundir hjóla á næstu árum

Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og …
Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Mynd/Arnold Björnsson

Íslenski hjóla­fram­leiðand­inn Lauf kynnti fyrr á þessu ári fyrsta reiðhjólið frá fyr­ir­tæk­inu sem kom á markað. Ný­lega hef­ur fyr­ir­tækið gert sam­starfs­samn­inga við nokkr­ar hjóla­versl­unar­a­keðjur í Banda­ríkj­un­um og fleiri samn­ing­ar eru á loka­metr­un­um. Vegna auk­inn­ar veltu þar er horft til þess að koma upp starfs­stöð sem sér einnig um dreif­ingu vest­an­hafs, en hingað til hef­ur Lauf aðeins selt hjólið í gegn­um net­sölu.

Áður en hjólið, sem geng­ur und­ir nafn­inu True grit, kom á markað í lok sum­ars hafði fyr­ir­tækið þróað, hannað og sett á markað nýja teg­und af demp­aragaffli sem not­ast við fjaðrir í stað hefðbund­inna teleskópískra demp­ara. Hjólið er í flokki svo­kallaðra hágæðahjóla sem eru að sækja í sig veðrið á heimsvísu sam­hliða aukn­um hjóla­áhuga.

„Ekki lang­sótt mark­mið

Bene­dikt Skúla­son, ann­ar stofn­enda og fram­kvæmda­stjóri Lauf, seg­ir í sam­tali við mbl.is að eins og við hafi verið að bú­ast fari bæði fram­leiðsla og sala ró­lega af stað, en að þeir hafi engu að síður selt nokk­ur hundruð hjól. Þá sé sal­an á hjóla­göffl­un­um tal­in í þúsund­um. Með sölu­samn­ing­um í Banda­ríkj­un­um seg­ir Bene­dikt að mark­miðið næsta árs sé að kom­ast yfir þúsund söl­ur og árið þar á eft­ir að þeir séu farn­ir að selja hjól í þúsund­um.

Frétt mbl.is: Hefja fram­leiðslu á ís­lensk­um hjól­um

„Það er ekki lang­sótt mark­mið, en auðvitað mik­il vinna,“ seg­ir Bene­dikt og vís­ar til þess að markaður fyr­ir hágæðahjól hafi vaxið mikið und­an­far­in ár og þá séu mal­ar­hjól­reiðar (e. gra­vel) sá markaður inn­an hjóla­söl­unn­ar sem stækki hraðast þessi miss­er­in, en True grit er ein­mitt í þeim flokki.

Starfsmenn Lauf á Eurobike sýningunni fyrr á þessu ári.
Starfs­menn Lauf á Eurobike sýn­ing­unni fyrr á þessu ári. Mynd/​Lauf

Fljótt að fara upp í hundruð millj­óna

Þótt þúsund hjól virki ef til vill ekki stór tala, þá kost­ar hvert ein­tak á bil­inu 350 til 700 þúsund og því gæti velta með sölu á þúsund hjól­um hæg­lega nálg­ast hálf­an millj­arð. „Það að kom­ast með hjólið í sama magn og gaffl­ana í dag þá náum við þessu í stórt fyr­ir­tæki,“ seg­ir Bene­dikt. Hann tek­ur fram að sal­an standi í dag vel und­ir öll­um rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, en að með auk­inni sölu fá­ist pen­ing­ar í fjár­fest­ing­ar við vöxt á lag­er og meiri þróun.

Eins og fyrr seg­ir var fyrst áformað að selja hjólið ein­göngu á net­inu, en með því er hægt að sleppa millisöluaðila. Bene­dikt seg­ir að þeir hafi þó kom­ist að því að smá­sal­ar hafi haft mik­inn áhuga á að fá hjól­in í sölu. Seg­ir hann að hjá hjóla­keðjun­um í Banda­ríkj­un­um sé mik­ill áhugi fyr­ir nýja hjól­inu enda séu það „nör­d­arn­ir“ í fag­inu og nýja hönn­un­in hafi vakið mjög mikla at­hygli í svo­kölluðum mal­ar­hjól­reiðum.

Með þessu að sækja inn á al­menna markaðinn

„Með þessu erum við að sækja meira inn á al­menna markaðinn og það gef­ur fólki betri mögu­leika á að prófa hjól­in fyr­ir kaup­in,“ seg­ir Bene­dikt, en ljóst er að það get­ur skipt miklu máli þegar um al­veg nýja hönn­un á hjól er að ræða, eins og er upp á ten­ingn­um með True grit hjólið og demp­aragaffal­inn sem fylg­ir því.

Með sölu í versl­un­um seg­ir Bene­dikt að það þurfi að selja tvisvar sinn­um fleiri hjól til að ná sama hagnaði. Aft­ur á móti hafi sala þar þegar verið sterk og þeir telji þetta því væn­lega leið. Hafa þeir Bene­dikt og aðrir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins ferðast á fullu um Banda­rík­in und­an­farn­ar vik­ur og mánuði og unnið að kynn­ingu og samn­ing­um við hjóla­keðjur víða um Banda­rík­in og seg­ir Bene­dikt að sú vinna gangi mjög vel. Þá eru þeir einnig með tvo umboðsmenn í suður­ríkj­um Banda­ríkj­anna sem þekki brans­ann úti vel.

Lauf grit hjólið er búið sérstökum demparagaffal sem Lauf hannaði …
Lauf grit hjólið er búið sér­stök­um demp­aragaffal sem Lauf hannaði og þróaði, en hann er bú­inn fjaðurgaffal í stað hefðbund­inna teleskópískra demp­ara. Fyr­ir­tækið ætl­ar sér stóra hluti til framtíðar í hjóla­geir­an­um. Ljós­mynd/​Arnold Björns­son

Þróun á næsta stóra verk­efni þegar haf­in

Nú þegar eru komn­ir samn­ing­ar við 10 söluaðila á um ein­um mánuði og seg­ir Bene­dikt að 5 aðrir samn­ing­ar séu á loka­metr­un­um. Þeir áformi að landa um 40-50 samn­ing­um við söluaðila fyr­ir seinni part næsta árs og að þeir séu bjart­sýn­ir á það miðað við ár­ang­ur­inn frá því í nóv­em­ber. Þá seg­ir

Spurður um fram­haldið seg­ir Bene­dikt að sam­hliða þessu stökki með hjól­in inn á smá­sölu­markaðinn í Banda­ríkj­un­um séu þeir að horfa til þess að það þurfi að fjölga starfs­mönn­um og er vinna við það byrjuð. Þá séu þeir byrjaðir þró­un­ar­vinnu fyr­ir næsta stóra verk­efni. Seg­ist hann ekki vilja tjá sig mikið nán­ar um það að svo stöddu, en staðfest­ir að það sé líka reiðhjól í heild sinni, en ekki bara ein­stak­ur hjólaíhlut­ur.

Lauf stílar inn á svokallaðan gravel-markað, en það er markaður …
Lauf stíl­ar inn á svo­kallaðan gra­vel-markað, en það er markaður fyr­ir hjól sem hægt er að nota á mal­ar­veg­um og slóðum sam­hliða al­mennri götu­hjóla­notk­un. Ljós­mynd/​Arnold Björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert