Mikið um hálkuslys

Það er eins gott að vara sig í hálkunni.
Það er eins gott að vara sig í hálkunni. mbl.is/Golli

Það sem af er degi hef­ur verið mikið um hálku­slys og hef­ur slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins sjö sinn­um sent sjúkra­bíl á vett­vang eft­ir til­kynn­ing­ar um slík slys. Um er að ræða bein­brot og höfuðáverka að sögn vakt­haf­andi slökkviliðsmanns.

Slys­in hafa verið víða um höfuðborg­ar­svæðið, en sam­kvæmt síðustu at­hug­un hjá Veður­stof­unni var -0,4°C kuldi og raka­stigið 71%. Það er því óhætt að vara gang­andi veg­far­end­ur, sem og þá sem eru ak­andi, við hálk­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert