Það sem af er degi hefur verið mikið um hálkuslys og hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sjö sinnum sent sjúkrabíl á vettvang eftir tilkynningar um slík slys. Um er að ræða beinbrot og höfuðáverka að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns.
Slysin hafa verið víða um höfuðborgarsvæðið, en samkvæmt síðustu athugun hjá Veðurstofunni var -0,4°C kuldi og rakastigið 71%. Það er því óhætt að vara gangandi vegfarendur, sem og þá sem eru akandi, við hálkunni.