Hvetja til hófsamari flugeldaáramóta

Vel ætti að viðra til að skjóta upp flugeldum um …
Vel ætti að viðra til að skjóta upp flugeldum um áramótin, en það þýðir líka að svifryksmengun gæti verið í hámarki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um­hverf­is­stofn­un hvet­ur lands­menn til að kaupa færri flug­elda þessi ára­mót en áður, en í til­kynn­ingu á vefsíðu stofn­un­ar­inn­ar er rifjað upp að í fyrra hafi mikið magn svifryks safn­ast upp yfir höfuðborg­inni. Hafi hálf­tíma­styrk­ur rétt eft­ir miðnætti farið upp í tæp 2.500 µg/​m3 en hæsta gildið vik­una áður var um 170 µg/​m3. Þá var sól­ar­hrings­styrk­ur efn­is­ins um 160 µg/​m3, en heilsu­vernd­ar­mörk­in eru 50 µg/​m3.

Svifryks­styrk­ur þenn­an sól­ar­hring var því rúm­lega þre­falt leyfi­legt sól­ar­hrings­gildi fyr­ir efnið og til viðbót­ar má nefna að sól­ar­hringsmeðaltal svifryks yfir hvert ár er yf­ir­leitt und­ir 20µg/​m3 á höfuðborg­ar­svæðinu.   

Sam­kvæmt veður­spá Veður­stof­unn­ar fyr­ir gaml­árs­kvöld er gert ráð fyr­ir köldu og frek­ar hæg­látu veðri á öllu land­inu, en á höfuðborg­ar­svæðinu er gert ráð fyr­ir -4°C og 4 m/​s.

Um­hverf­is­stofn­un seg­ir einnig önn­ur nei­kvæð áhrif af flug­eld­um. „Auk nei­kvæðra áhrifa svifryks á menn og dýr, geta verið margskon­ar önn­ur efni í flug­eld­um. Þar má nefna þung­málma á borð við blý, kop­ar og sink.

Stofn­un­in tel­ur þó ekki að hætta eigi al­veg að skjóta upp, en að fækka flug­eld­un­um. „Það er þó um að gera að njóta ára­mót­anna og leyfa sér að skjóta aðeins upp en mun­um að gæði eru betri en magn. Vönd­um valið á flug­eld­um, kaup­um færri og njót­um bet­ur. Ver­um upp­lýst um ára­mót­in,“ seg­ir á vefsíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert