„Það er hluti af stjórnarsáttmálanum að horfa til virðisaukaskatts á bækur, tónlist og fjölmiðla. Það er eitthvað sem hefur verið rætt, að styrkja almenna stöðu fjölmiðla. Við viljum gefa okkur næstu mánuði til að greina þetta betur og skoða.“
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lagði til í grein í Morgunblaðinu í gær að virðisaukaskattur yrði afnuminn á áskriftir prent-, ljósvaka- og netmiðla. Sagði hann að sú aðgerð gæti orðið mikilvægt skref í átt að því að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla.
Katrín Jakobsdóttir tekur jákvætt í þessar aðgerðir í blaðinu í dag og telur að þær geti skipt miklu máli.