Endurnýjun sjúkrabílaflotans aðkallandi

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um vegna stöðu sjúkra­bíla á Íslandi í álykt­un sem hef­ur verið send til heil­brigðisráðuneyt­is­ins.  LSS legg­ur áherslu á að mál­efn­um sjúkra­flutn­inga í land­inu verði komið í ásætt­an­legt horf hið fyrsta, enda er end­ur­nýj­un bif­reiða og tækja­kosts nú þegar far­in að hafa áhrif á mála­flokk­inn. Þau áhrif munu verða meiri eft­ir því sem lausn máls­ins dregst frek­ar.

Að mati sam­bands­ins vant­ar heild­ar­stefnu varðandi sjúkra­bíla­flota lands­ins. Óráðlegt sé að fjölga minni gerð sjúkra­bif­reiða, sem að mati sam­bands­ins henta ein­ung­is til al­mennra sjúkra­flutn­inga, þar sem um lág­marks­inn­grip er að ræða í sjúk­lingameðferð. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að til­b­urðir hafi verið til slíks á sín­um tíma í sparnaðarskyni. „Þess­ar minni bif­reiðar bjóða ekki upp á viðun­andi aðstöðu til þess að veita bráðveiku og slösuðu fólki lífs­nauðsyn­lega aðstoð á leið á sjúkra­hús. Í því sam­bandi má ekki held­ur gleyma að í al­var­leg­um til­fell­um eru oft fleiri en einn sjúkra­flutn­ingamaður að sinna sjúk­lingi. Eins þurfa aðrir heil­brigðis­starfs­menn t.a.m. lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar og ljós­mæður oft að vinna með sjúkra­flutn­inga­mönn­um í sjúkra­bif­reiðum, sér­stak­lega úti á lands­byggðinni. Fag­deild sjúkra­flutn­inga­manna hjá Lands­sam­bandi slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af þróun þess­ara mála.“

Haft er eft­ir Stefáni Pét­urs­syni, for­manni LSS, að mennt­un og þjálf­un sjúkra­flutn­inga­manna hafi auk­ist mikið á und­an­förn­um árum. „Ábyrgð og krafa um inn­grip og þjón­ustu hef­ur líka vaxið í takt við þetta. Veru­lega hef­ur skort á sam­ráð um val sjúkra­bif­reiða sem keypt­ar eru til lands­ins. Sam­ráð vegna þessa þarf að vera á milli yf­ir­valda og sjúkra­flutn­inga­manna og þeirra sem veita þjón­ustu utan sjúkra­húsa.“

Sjúkra­flutn­inga­menn krefjast þess að lagt sé meira fjár­magn í kaup á sjúkra­bíl­um og til­heyr­andi búnaði. Þar megi hag­kvæmn­is­sjón­ar­mið ekki ein­göngu ráða ferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert