Kostnaður vegna undirbúnings Borgarlínu nemur 83 milljónum króna fram til þessa. Ríkið greiðir stærsta hlutann eða 55 milljónir. Þetta kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Kostnaður við undirbúning að innleiðingu Borgarlínu í svæðisskipulag sveitarfélaganna og vegna frumvinnu við skoðun á mögulegu fyrirkomulagi innviðauppbyggingar og farþegaþjónustu var á árunum 2014 – 2016 tæpar 35 milljónir króna.
Þessi vinna var alfarið fjármögnuð af ríkisframlagi til sóknaráætlunar landshluta. Kostnaður við vinnu vegna Borgarlínuverkefna á árinu 2017 mun væntanlega nema um 48 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.