Segja sérleyfin brot á EES-samningnum

Leigubílar í Lækjargötu.
Leigubílar í Lækjargötu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök atvinnulífsins segja núverandi aðgangshindranir sem leiða af lögum um leigubifreiðaakstur brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins.

Í nýrri umsögn um regluverkið benda samtökin einnig á að með aukinni samkeppni og lægra verði á þjónustunni megi draga úr líkum á ölvunarakstri. Þannig sýni opinberar tölur að flestir ökumenn sem verði valdir að umferðarslysum og eru undir áhrifum áfengis sé fólk á aldrinum 17-21 árs. Tryggja þurfi þessum aldurshópi leigubílaþjónustu á viðráðanlegu verði.

SA hvetja til þess að rétturinn til að stunda leigubílaakstur verði rýmkaður til mikilla muna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert