Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir það athyglisverða hugmynd að afnema virðisaukaskatt á áskriftartekjur fjölmiðla, en telur að koma þurfi til enn frekari aðgerða til að mæta slæmu rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir hann jafnframt á, að skoða þurfi umfang Ríkisútvarpsins (RÚV) á auglýsingamarkaði.
Í umfjölluninni telur Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, fréttaveitu Vesturlands, að undanþága á virðisaukaskatti á áskriftatekjur fjölmiðla muni hafa jákvæð áhrif á rekstur m.a. héraðsfréttablaða. Þá taka Sara Sjöfn Grétarsdóttir, ritstjóri Eyjafrétta, og Páll Friðriksson, ritstjóri Feykis á Norðvesturlandi, einnig í svipaðan streng.