Rökstuðning skorti að miklu leyti

Guðlaugur Þór telur sig ekki hafa forsendur til að taka …
Guðlaugur Þór telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til efnislegs mats nefndarinnar. mbl.is/Hanna

„Að mati setts ráðherra eru skýr­ing­ar nefnd­ar­inn­ar óljós­ar og gefa í raun litl­ar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar um það hvernig mati nefnd­ar­inn­ar var háttað.“ Þetta seg­ir í bréfi Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, setts dóms­málaráðherra í vegna skip­un­ar í átta embætti héraðsdóm­ara, til dóm­nefnd­ar um hæfni um­sækj­enda.

Í bréfi setts dóms­málaráðherra eru tíu at­huga­semd­ir lagðar fram varðandi um­sögn nefnd­ar­inn­ar. Meðal ann­ars furðar sett­ur ráðherra sig á að dóm­nefnd­in hafi ekki not­ast við stiga­töflu í mati sínu, enda séu vinnu­brögðin að þessu leyti í ósam­ræmi við fyrri fram­kvæmd­ir slíkr­ar um­sagn­ar.

Þá tek­ur hann ýmis dæmi um það sem hon­um þykir skjóta skökku við í um­sögn­inni, svo sem að í þætt­in­um um reynslu af dóm­ara­störf­um sé um­sækj­anda raðað efst sem hef­ur átta ára reynslu sem sett­ur dóm­ari, en um­sækj­anda raðað skör lægra sem var skipaður héraðsdóm­ari í um tutt­ugu ár.

Engu nær um hvaða um­sækj­andi stóð sig best

„Í sjötta lagi má nefna að dóm­nefnd­in virðist hafa lagt tals­verða áherslu á viðtöl við um­sækj­end­ur, en þrátt fyr­ir það er í um­sögn­inni ekki að finna sér­stakt mat á þess­um þætti og er sett­ur ráðherra t.d. engu nær um það hvaða um­sækj­andi stóð sig best í viðtöl­un­um og hvers vegna eða hversu mikið vægi þessi þátt­ur hafði á mat dóm­nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir í bréf­inu.

Þá kveðst sett­ur dóms­málaráðherra ekki átta sig á hvaða for­send­ur liggi á baki þess hvaða um­sækj­end­ur þyki hæf­ast­ir til að verða skipaðir í embætti við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, hver þyki hæf­ast­ur til að vera með starfs­stöð við Héraðsdóm Reykja­vík­ur og loks hver sé met­inn hæf­ast­ur til að verða skipaður í embætti dóm­ara með starfs­stöð við Héraðsdóm Vest­fjarða.

Óskar ekki eft­ir nýrri um­sögn vegna tímaþrengsla

„Þar sem rök­stuðning skort­ir að miklu leyti fyr­ir niður­stöðum nefnd­ar­inn­ar hef­ur sett­ur ráðherra ekki for­send­ur til þess að taka af­stöðu til efn­is­legs mats nefnd­ar­inn­ar og leggja mat á hvort hann tek­ur und­ir mat henn­ar eða hvort til­efni sé til þess að gera til­lögu til Alþing­is um skip­un annarra um­sækj­enda.“

Vegna þess hve skamm­ur tími sé til stefnu þar til hinir nýju dóm­ar­ar þurfa að taka til starfa kem­ur fram að sett­ur ráðherra muni ekki óska eft­ir nýrri um­sókn nefnd­ar­inn­ar. Þess í stað fer hann á leit við nefnd­ina að hún út­skýri bet­ur með hvaða hætti matið  var fram­kvæmt og hvers vegna um­rædd­ir átta um­sækj­end­ur voru tald­ir hæf­ari en aðrir.

Þá er þess óskað að nefnd­in skoði at­huga­semd­ir setts ráðherra sem nefnd voru í bréf­inu, og taki af­stöðu til þess hvort at­huga­semd­irn­ar gefi til­efni til að breyta ein­stök­um þátt­um um­sagn­ar­inn­ar.

Bréfið í heild sinni má lesa á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert