Sóttu hart að Katrínu

Hart var sótt að forsætisráðherra í morgun.
Hart var sótt að forsætisráðherra í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hart var sótt að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma og hiti í umræðunum á köfl­um.

Þau Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, og Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, beindu öll að for­sæt­is­ráðherra fyr­ir­spurn­um um barna- og/​eða vaxta­bæt­ur, en und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta kvaddi fjöldi þing­manna sér einnig til hljóðs um málið.

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir lögðu í gær fram sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur um hækk­un barna- og vaxta­bóta. Legg­ur stjórn­arn­andstaðan til að skerðing­ar­mörk bót­anna miðist við lág­marks­laun, 300 þúsund krón­ur á mánuði, en mörk­in í dag eru 225 þúsund krón­ur á mánuði. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi meiri­hlut­ans er gert ráð fyr­ir að mörk­in hækki upp í 242 þúsund krón­ur á mánuði.

Legg­ur stjórn­ar­andstaðan áherslu á að barna­bót­um verði breytt þannig þær byrji ekki að skerðast und­ir lág­marks­laun­um.

Sam­fylk­ing­in ekk­ert lagt til um tekju­öfl­un

Odd­ný spurði ráðherra hvort eitt­hvað væri því til fyr­ir­stöðu að hún samþykkti breyt­ing­ar­til­lögu þing­minni­hlut­ans og ef fyr­ir­staða væri, þá hver hún væri. „Mik­il skerðing barna­bóta við lág­ar tekj­ur stuðlar að fá­tækt meðal vinn­andi fólks,“ sagði Odd­ný.

Katrín svaraði því til að barna­bæt­ur hækkuðu milli ára og eng­in kerf­is­breyt­ing yrði gerð á fyr­ir­komu­lagi þeirra. „Ég tel það ekki vönduð vinnu­brögð að fjalla ekki um mál­in heild­stætt á þeim stutta tíma sem við höf­um til að af­greiða fjár­lög hér,“ sagði Katrín. Mik­il­væg­ara væri að setj­ast yfir sam­spil skatta- og bóta­kerfa á kjör­tíma­bil­inu, m.a. svo hús­næðisstuðning­ur nýtt­ist sem best ungu og tekju­lágu fólki. 

Katrín sagði Sam­fylk­ing­una eng­ar til­lög­ur hafa lagt fram um tekju­öfl­un, held­ur ræddi aðeins um út­gjalda­hliðina.

Taldi Odd­ný Katrínu ekki hafa svarað spurn­ingu sinni og greip í sí­fellu fram í fyr­ir henni og sagði henni henni að svara spurn­ing­unni. Fleiri þing­menn kölluðu einnig að ræðustóln­um þannig að for­seti þings­ins þurfti að áminna þá um regl­ur þings­ins.

Þá gagn­rýndi Odd­ný þá fyr­ir­ætl­an fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra að ræða ætti barna­bæt­ur við samn­ings­borð kom­andi kjaraviðræðna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert