Brugðist við ákalli um auknar fjárveitingar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Eggert

Fjár­laga­frum­varp fyr­ir árið 2018 var samþykkt á Alþingi í gær­kvöldi með 34 at­kvæðum, en 24 greiddu ekki atvæði.

Í ný­samþykktu fjár­laga­frum­varpi koma fram áhersl­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á ýmis lyk­il­verk­efni sem kveðið er á um í stjórn­arsátt­mál­an­um. Þar má einkum nefna fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins, efl­ingu mennta­kerf­is­ins og mál­tækni­verk­efni, út­gjöld til sam­göngu­mála og úr­bæt­ur í mál­efn­um brotaþola kyn­ferðisof­beld­is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni.


„Fjár­lög voru samþykkt með tæp­um 33 ma.kr. af­gangi, eða um 1,2% af lands­fram­leiðslu. 55,3 ma.kr. auk­in fjár­fram­lög voru samþykkt  ef miðað er við fjár­lög fyrra árs, en um er að ræða 19 ma.kr. aukn­ingu frá því fjár­laga­frum­varpi sem lagt var fram í haust. Fjár­lög­in end­ur­spegla sterka stöðu efna­hags­mála með áform­um um skulda­lækk­un rík­is­sjóðs á sama tíma og brugðist er við ákalli um aukn­ar fjár­veit­ing­ar í mik­il­væga sam­fé­lags­lega innviði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Með fjár­lög­un­um eru stig­in fyrstu skref­in í lang­tíma­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar en fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að megin­áhersla sé lögð  á að varðveita efna­hags­leg­an stöðug­leika, styrkja innviði s.s. sam­göng­ur og  heil­brigðis­kerfið, renna stoðum und­ir sam­keppn­is­hæfni Íslands til framtíðar og auka stuðning við mennt­un og ný­sköp­un. Skýr lang­tíma­sýn í öll­um mála­flokk­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar mun síðan birt­ast í fjár­mála­áætl­un sem lögð verður fram í vor.

Hér fyr­ir neðan er stiklað á stóru í þeim mála­flokk­um sem fjár­magn er veitt til:

Heild­ar­aukn­ing til heil­brigðismála frá síðustu fjár­lög­um er 22 ma.kr. sem skipt­ist m.a. þannig að til  heilsu­gæsl­unn­ar renn­ur 2,3 ma.kr., í sjúkra­húsþjón­ustu 8,8 ma.kr., í lyf: 5,4 ma.kr. og í tann­lækn­ing­ar: 500 m.kr.

Aukn­ing frá síðasta fjár­laga­frum­varpi í heil­brigðismál­um eru 8 ma.kr. og skipt­ist þannig að til sjúkra­húsþjón­ustu er veitt 3 ma.kr., í heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa (þ.m.t. heilsu­gæsla) 1,3 ma.kr., í hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu 360 m.kr., í lyf og lækn­inga­vör­ur 3 ma.kr. og í lýðheilsu og stjórn­sýslu vel­ferðar­mála fara 270 m.kr.

Viðmiðun­ar­fjár­hæðir barna­bóta hækka um 8,5% og tekju­viðmiðun­ar­mörk um 7,4%. Þannig munu greiðslur til ein­stæðs tveggja barna for­eldr­is á lág­marks­laun­um hækka um rúm­lega 12% á ári. Frí­tekju­mark fyr­ir aldraða verður þegar hækkað úr 25 þúsund kr. í 100 þúsund kr. um ára­mót­in.  

Aukn­ing í mennta­mál­um frá síðustu fjár­lög­um nem­ur  4,1 ma.kr. Af þeim fer 2,9 ma. kr. til há­skóla­stigs­ins og 1,0 ma.kr. til fram­halds­skóla­stigs­ins.

Til úr­bóta í mál­efn­um brotaþola kyn­ferðisof­beld­is renna  sam­tals 376 m.kr. til nokk­urra mál­efna­sviða, m.a. inn­an lög­gæslu, heil­brigðis­kerf­is­ins og rétt­ar­kerf­is­ins. 


Í efl­ingu Alþing­is er veitt 22,5 m.kr. fram­lag til þess að styrkja lög­gjaf­ar, fjár­stjórn­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk þings­ins. Aukið fram­lag til þing­flokka nem­ur  20 m.kr.

Varðandi efl­ingu lög­gæslu er tíma­bundið 400 m.kr. fram­lag, sem samþykkt var við af­greiðslu fjár­laga yf­ir­stand­andi árs, gert var­an­legt. Þá er veitt  298 m.kr. fram­lag til inn­leiðing­ar aðgerðaáætl­un­ar um úr­bæt­ur í meðferð kyn­ferðis­brota. Fram­lagið skipt­ist í 178 m.kr. fram­lag til að styrkja innviði lög­reglu á sviði rann­sókn­ar kyn­ferðis­brota­mála og í öll­um þátt­um málsmeðferðar, 80 m.kr. fram­lag til upp­bygg­ing­ar upp­lýs­inga­tækni­kerf­is fyr­ir rétt­ar­vörslu­kerfið og 40 m.kr. tíma­bundið fram­lag til upp­færslu rann­sókn­ar­hug­búnaðar, upp­lýs­inga og gæðastaðla lög­reglu.

Fram­lag til héraðssak­sókn­ara er aukið um 38 m.kr. sem ein fjöl­margra aðgerða til inn­leiðing­ar aðgerðaáætl­un­ar um úr­bæt­ur í meðferð kyn­ferðis­brota. Fram­lag­inu er ætlað að styrkja innviði embætt­is­ins til að bæta ákærumeðferð kyn­ferðis­brota í sam­ræmi við áhersl­ur sem fram koma í aðgerðaáætl­un­inni.

Fram­lag til aðalskrif­stofu dóms­málaráðuneyt­is­ins er aukið um 20 m.kr. til að styrkja fram­kvæmd aðgerðaáætl­un­ar um úr­bæt­ur í meðferð kyn­ferðis­brota og vinnu við full­gild­ingu Ist­an­búl-samn­ings­ins um for­varn­ir og bar­áttu gegn of­beldi gegn kon­um og heim­il­isof­beldi í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar.

Í sam­göngu­mál­um legg­ur rík­is­stjórn­in áherslu á að hraða upp­bygg­ingu í vega­mál­um þannig að á ár­inu 2018 verði 2,3 ma.kr. varið til viðbót­ar í fram­kvæmd­ir á veg­um, þ.e. um­fram það sem gert var ráð fyr­ir í frum­varpi frá­far­andi rík­is­stjórn­ar. Um er að ræða níu fram­kvæmd­ir sem snúa fyrst og fremst að um­ferðarör­ygg­is­mál­um en einnig aðgerðum til að greiða úr um­ferð og minnka taf­ir. Fram­lag til hafna­fram­kvæmda (hafna­bóta­sjóðs) hækk­ar um 500 m.kr. frá gild­andi fjár­lög­um.

Fjár­heim­ild á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála hækk­ar um 90 m.kr. vegna fram­lags til vökt­un­ar vegna mögu­legr­ar erfðablönd­un­ar frá lax­eldi í sjókví­um.

Aukið fjár­fram­lag til um­hverf­is­mála, frá frum­varp­inu sem lagt var fram í sept­em­ber sl., nem­ur  334 millj­ón­um kr. Til nátt­úru­vernd­ar verður varið  296 m.kr. 260 m.kr. verður veitt í landsáætl­un um upp­bygg­ingu innviða og 36 m.kr. til friðlýs­inga. Einnig var 150 m.kr. tíma­bundið fram­lag til þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell­is­sandi fram­lengt. Fram­kvæmda­kostnaður er áætlaður 380 m.kr. og ófjár­magnað af því eru um 180 m.kr.

Til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála fara 18 m.kr. og 20 m.kr. í stofn­un nýs lofts­lags­ráðs.

Til mennta- og menn­ing­ar­mála verða veitt­ar 290 m.kr. vegna sýn­ing­ar­halds Nátt­úru­m­inja­safns Íslands. Þá verða 250 m.kr. veitt­ar vegna efn­is­kostnaðar fram­halds­skóla og 450 m.kr. til mál­tækni­verk­efn­is til þess að stuðla að því að ís­lenska verði gjald­geng í sta­f­ræn­um heimi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert