Íslendingar tjáðu sig að vanda um áramótaskaupið á Twitter og tístu ýmist um valin atriði eða gæði skaupsins í heild.
Fyrst bar einn höfunda skaupsins fram eftirfarandi viðvörun:
Nú eru tæpir tveir tímar í áramótaskaupið og áður en þið segið ykkar skoðun á því langar mig bara að minna ykkur á að ég er ólétt og læs. #skaupið17
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) December 31, 2017
Eflaust ekki síður mikilvæg áminning:
Er ekki bannað að sprengja á meðan skaupið er? #skaupið17
— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) December 31, 2017
Löggurnar virtust eiga góðan hljómgrunn:
Getum við plís fengið heilan þátt með löggunum úr skaupinu!? #skaupið17
— Laufey (@LaufeyH) December 31, 2017
Ok lol á byssugrínið #skaupið17
— Birna Rún (@birnaruns) December 31, 2017
Löggan og byssurnar - fyndið #skaupið17
— Helena Valtýsdóttir (@helenavaltys) December 31, 2017
Bubbi hafði skoðun:
#skaupið17 er bein vinstri hægri krókur og talið uppá 10
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) December 31, 2017
Skaupið bauð upp á frumsamið lag:
Besta atriðiðið í #skaupið17 Þegar slökkt var á Despasito #skaupið
— Daníel Einarsson (@danieleinars) December 31, 2017
Og typpamynd af gamla skólanum:
“Hann er með standpínu” öskraði 11 ára dóttir mín á sama tíma og 64 ára mamma mín fékk sér þykjustu sopa af tóma bollanum sínum yfir málverka atriðinu #skaupið17
— Maggi Peran (@maggiperan) December 31, 2017
Gísli Marteinn er sáttur:
Frábært skaup! Ég var alltaf hæstánægður með það þegar börn léku mig og ekki síður þegar Ilmur Kristjans lék mig. En @skurdur gerir þetta hinsvegar mjög vel. Takk fyrir mig! #skaupið17
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 31, 2017
Margir virðast ánægðir með afrakstur þessa árs:
Ég vil að @harmsaga og @DNADORI séu fastráðin sem skauparar (nýyrði sem ég var að búa til). #skaupið17
— melkorka (@melkorka7fn) December 31, 2017
Besta skaup sem mín kynslóð hefur upplifað held ég. Til hamingju allir sem að þessu komu. Ógeðslega fyndið, spot on og tempóið gjörsamlega frábært. Boom Boom Boom 🔥🔥🔥 #skaupið17
— Kjartan Atli (@kjartansson4) December 31, 2017
Mjög vel gert. #skaupið17
— Logi Bergmann (@logibergmann) December 31, 2017
Einhverjir finna hamingjuna annars staðar:
Mér fannst #skaupið17 meinfyndið, ömmu (91) fannst fyndnast að fylgjast með mér hlæja #allirvinna #ömmutwitter
— Dr. Helga (@tungufoss) December 31, 2017
En stór hluti tístheims virðist á sama máli:
Ég bjóst allan tímann við góðu skaupi frá þessum handritshöfundum en þetta fór langt fram úr væntingum. Hló að hverjum einasta skets. Eitt besta skaup sem ég hef séð. #skaupið17
— Reynir Aron (@reyniraron) December 31, 2017
Vel gert @dorajohanns @harmsaga @BergurEbbi @DNADORI og @annasvavaknuts! 🙌
Með betri Skaupum sem ég hef séð. Eitthvað fyrir alla, stuttir og öflugir sketsar, fjölbreytt, elskaði lögin, öflugar ádeilur og ekkert of rætið. Til hamingju @arnorpalmi @harmsaga og aðrir 🙌🏼✨ #skaupið #skaupið17
— Áslaug Arna (@aslaugarna) December 31, 2017
Hér má sjá helstu tíst landsmanna um skaupið um leið og þau berast: