#metoo-konur manneskjur ársins

Frá upplestri #metoo-frásagna í Borgarleikhúsinu.
Frá upplestri #metoo-frásagna í Borgarleikhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Konurnar sem tóku þátt í #metoo-byltingunni eru manneskjur ársins að mati hlustenda Rásar 2 og áhorfenda Stöðvar 2. Þetta kemur fram á vefmiðlum RÚV og Vísis.

Eins og fram hefur komið í umfjöllunum mbl.is hef­ur fátt náð að hrista jafn ræki­lega upp í sam­fé­lagi okk­ar og frá­sagn­ir kvenna af fram­komu karla í þeirra garð und­ir merkj­um #met­oo. Stjórn­mála­kon­ur voru þær fyrstu sem tóku frá­sagn­irn­ar sam­an hér­lend­is, birtu nafn­laust og gáfu tón­inn um hvernig ætti að stýra umræðunni. Síðan hef­ur hver hóp­ur­inn á fæt­ur öðrum birt sög­ur af því hvernig kyn­bundið áreiti og of­beldi hef­ur mætt þeim í starfstengdu um­hverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka