„Þessi einangraða norræna þjóð kann sannarlega að lyfta sér upp á gamlárskvöldi. Bann við flugeldum er afnumið vikuna í kringum áramótin, sem þýðir að Íslendingar birgja sig upp og fagna hverju nýju ári með því að setja af stað sprengjur í fleiri klukkutíma á þessu kvöldi.“
Á þennan veg hljómar umfjöllun bandaríska tímaritsins Newsweek, sem birti í dag samantekt yfir þá ólíku siði sem nokkrar þjóðir iðka við nýársfögnuði sína.
„Flugeldasýningin yfir Reykjavík lætur 4. júlí líta út fyrir að vera aðeins upphitun,“ segir svo í umfjölluninni, en á þeim degi ár hvert er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna haldinn hátíðlegur.
„Og ef það er ekki nægur hiti í því, þá hafa Íslendingar þá hefð að kveikja svokallaðar áramótabrennur, sem eiga að tákna hreinsun gamla ársins og nýtt upphaf.“
Með fylgir eftirfarandi myndskeið: