Margir þeir viðburðir sem efnt verður til á árinu 2018 í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands verða sjálfsprottnir, enda er mikið lagt upp úr því að sem flestir Íslendingar upplifi sig sem þátttakendur.
Þetta segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri nefndar sem heldur utan um afmælið, í Morgunblaðinu í dag.
Ekki kemur til þess að nefndin standi sjálf fyrir umfangsmiklum viðburðum og mat manna er að ekki sé grundvöllur eða stemning fyrir stórhátíðum á Þingvöllum eins og stundum hefur verið efnt til á tímamótum í sögu íslensku þjóðarinnar fyrr á tíð.