Hæfisnefnd vegna umsókna um átta héraðsdómarastöður sendi í dag Guðlaugi Þór Þórðarsyni, settum dómsmálaráðherra, svar við bréfi sem hann sendi nefndinni í lok desember þar sem hann gerði athugasemdir við niðurstöðu hennar.
Frétt mbl.is: Skipan dómara tefst fram yfir áramót
Haft er eftir Jakobi R. Möller, hæstaréttarlögmanni og formanni hæfisnefndarinnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins að öllum tíu athugasemdum Guðlaugs Þórs væri svarað í sverbréfinu.
Þá hafi nefndin farið fram á að bréf hennar yrði birt á vef dómsmálaráðuneytisins með sama hætti og gert hafi verið í tilfelli bréfs ráðherrans til nefndarinnar.