Nýjum öryrkjum fækkar

Alls 11.340 konur og 7.572 karlar voru með 75% örorkumat …
Alls 11.340 konur og 7.572 karlar voru með 75% örorkumat í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýjar tölur Tryggingastofnunar benda til að dregið hafi úr nýgengi örorku á Íslandi milli 2016 og 2017. Um 1.500 fengu 75% örorkumat í fyrra en tæplega 1.800 árið 2016. Það er 16% samdráttur.

Jafnframt voru rúmlega 18.900 manns með 75% örorkumat á Íslandi í byrjun þessa árs. Það var fjölgun um á annað hundrað milli ára. Hefur fólki með slíkt örorkumat fjölgað um 3.500 frá 2008.

Sérfræðingar Tryggingastofnunar sögðu nýju tölurnar bráðabirgðatölur. Afturvirkni bótaréttar á þátt í að tölurnar kunna að breytast. Þær eru vísbending um að árið 2016 skeri sig úr í nýgengi 75% örorku. Þá fengu sem fyrr segir 1.800 það mat. Athygli vekur að mun fleiri konur en karlar eru með 75% örorkumat, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert