Þórunn formaður samgönguráðs

Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Þórunn Egilsdóttir. Ljósmynd/Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur skipað Þórunni Egilsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sem formann samgönguráðs. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sinni í kvöld og bætir því við að samgöngumálin verði í forgangi á kjörtímabilinu.

„Við gerð samgönguáætlunar sem er u.þ.b. að hefjast, verður horft til markmiða í stjórnarsáttmálanum, að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum, hvort tveggja nýframkvæmdum og viðhaldi. Við forgangröðun verður sérstaklega tekið tillit til ólíkra stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka