369 fá listamannalaun

Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra sem fær listamannalaun í …
Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra sem fær listamannalaun í 12 mánuði. mbl.is/Einar Falur

Alls hafa 369 manns fengið úthlutuð listamannalaun fyrir árið 2018, samkvæmt niðurstöðu úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.

Á meðal þeirra sem fá stærstu úthlutanirnar í sínum flokkum eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Sjón, Auður Jónsdóttir, Auður Ólafsdóttir og Gerður Kristný, tónlistarflytjandinn Ágúst Ólafsson, tónskáldin Mugison og Sunna Gunnlaugsdóttir, hönnuðurinn Hildur Björk Yeoman og myndlistarmennirnir Haraldur Jónsson og Hulda Rós Guðnadóttir. 

Þá fær Sviðslistahópurinn 16 elskendur listamannalaun fyrir verkið Rannsókn ársins: Leitin að tilgangi lífsins, auk þess sem Leikhópurinn Lotta fær listamannalaun fyrir sumarsýningu sína.

Mynd/Rannís

Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun og sótt var um 9.053 mánuði. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum.

Umsækjendur voru samtals 1.529.

Starfslaun listamanna eru 377.402 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum 2018. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Listinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert