369 fá listamannalaun

Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra sem fær listamannalaun í …
Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra sem fær listamannalaun í 12 mánuði. mbl.is/Einar Falur

Alls hafa 369 manns fengið út­hlutuð lista­manna­laun fyr­ir árið 2018, sam­kvæmt niður­stöðu út­hlut­un­ar­nefnda Launa­sjóðs lista­manna.

Á meðal þeirra sem fá stærstu út­hlut­an­irn­ar í sín­um flokk­um eru rit­höf­und­arn­ir Hall­grím­ur Helga­son, Jón Kalm­an Stef­áns­son, Sjón, Auður Jóns­dótt­ir, Auður Ólafs­dótt­ir og Gerður Krist­ný, tón­listarflytj­and­inn Ágúst Ólafs­son, tón­skáld­in Mug­i­son og Sunna Gunn­laugs­dótt­ir, hönnuður­inn Hild­ur Björk Yeom­an og mynd­list­ar­menn­irn­ir Har­ald­ur Jóns­son og Hulda Rós Guðna­dótt­ir. 

Þá fær Sviðslista­hóp­ur­inn 16 elsk­end­ur lista­manna­laun fyr­ir verkið Rann­sókn árs­ins: Leit­in að til­gangi lífs­ins, auk þess sem Leik­hóp­ur­inn Lotta fær lista­manna­laun fyr­ir sum­arsýn­ingu sína.

Mynd/​Rannís

Til út­hlut­un­ar eru 1.600 mánaðarlaun og sótt var um 9.053 mánuði. Alls bár­ust 852 um­sókn­ir um starfs­laun frá ein­stak­ling­um og hóp­um.

Um­sækj­end­ur voru sam­tals 1.529.

Starfs­laun lista­manna eru 377.402 krón­ur á mánuði sam­kvæmt fjár­lög­um 2018. Um verk­taka­greiðslur er að ræða.

List­inn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert