Svaf ölvunarsvefni í skóla

mbl.is/Hjörtur

Á níunda tímanum í morgun var lögreglan kölluð til vegna karlmanns sem var sofandi inni í skóla í miðbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að maðurinn var ölvaður og hafði hann farið inn í skólann og lagst þar til hvílu. Var honum vísað út úr skólanum eftir viðræður við lögreglu og fékk hann að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Á tíunda tímanum var svo tilkynnt um umferðaóhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar höfðu tvær bifreiðar rekist saman og voru þær báðar fluttar af vettvangi með dráttarbifreiðum. Um var að ræða minni háttar meiðsl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert